Sigursveinn Sveinsson fæddist þann 23. febrúar árið 1904 á Leiðvelli í Leiðvallahreppi I Vestur- Skaftafellssyslu. Foreldrar hans voru merkishjónin Sveinn Sveinsson og kona hans Jóhanna Sigurðardóttir. Ólst hann upp hjá foreldrum sinum I stórum systkinahópi, fyrst á Leiðvelli, siðan I Eyvindarhólum undir Austur- Eyjafjöllum, I Eystri Ásum i Skaftártungu og á Norður Fossi I Mýrdal. Tók hann við búi þar eftir föður sinn árið 1942. Árið 1939 kvæntist Sigursveinn konu sinni Sólveigu Ólafsdóttur frá Fagradal austan Víkur. Eignuðust þau sex börn, en eitt barn misstu þau nýfætt. Ólafur bóndi á Norður Fossi er elstur og hefir hann annast um búskapinn seinni árin, Jóhanna býr i Vestur-Þýskalandí gift Olafi Þ. Jónssyni söngvara, Sveinn búsettur i Reykjavik, kvæntur Svönu Hermannsdóttur, Sigurður stundar framhaldsnám i landafræði við háskóla á Nýfundanlandi, kvæntur Kristfnu Sigurmundsdóttir og eiga þau tvo syni. Yngstur er Runólfur, sem er við framhaldsnám i búvisindum við Hvanneyrarskóla. Allt eru þetta mannvænleg börn eins og þau eiga kyn til. Ekki ætla ég mér með þessum fáu orðum að rekja hér æviferil Sigursveins, þar skortir mig þekkingu til og eflaust munu aðrir gera það, sem betur þekkja.
Kynni okkar Sigursveins hófust fyrir um það bil 7 árum, þegar ég fluttist til Vikur og hóf störf hjá Kaupfélagi Skaftfellinga. Fáum mönnum hef ég kynnst, sem meiri og betri skilning hafa sýnt á samvinnustarfi ekki hvað sist I dreifbýli, þ.e. samhjálpina til þess að leysa hin margvislegu vandamál. Hann var einlægur samvinnumaður og sýndi það alla tið I verki. Akveðinn i skoðunum og mikla ánægju hafði hann af hugleiðingum um hin margvislegu málefni bæði innan sveitar og i landsmálum. Þessir eðliskostir Sigursveins nutu sin vel, þegar hann i all mörg ár var i stjórn Kaupfélags Skaftfellinga og voru orð hans ætið þung á metunum. Seinni árin hitti ég Sigursvein nokkrum sinnum og jafnvel eftir að hann veiktist, hafði hann mikinn áhuga á K.S. og spurði jafnan um gang mála. Sótti hann alltaf deildarfundi og aðalfund, ef heilsan leyfði það. Mér er minnisstætt eitt atriði ur starfi minu hér, sérstaklega er varðar Sigursvein. En fyrir nokkrum árum var til umræðu innan stjórnar K.S. að gera breytingu á stjórnskipun félagsins og var þetta mál á sinum tlma umdeilt eins og gengur. Ég tók það til ráðs að heimsækja Sigursvein og ræða þetta mál við hann. AkváOum við að fara til fundar við annan heiðursmann sem áður var i stjórn félagsins þ.e.Sigurjón Arnason I Pétursey. Astjórnarfundisiðarsagðiég frá áliti þessara fyrrverandi stjórnarmanna og var afstaða þeirra mikilvæg I þessu máli. Með þessu dæmi vil ég aðeins sýna, hve mikið tillit var tekið til sjónarmiða Sigursveins, jafnvel þótt hann væri hættur fyrir nokkru beinum afskiptum af félaginu.
Persónuleg kynni min af þessum heiðursmanni urðu ekki siðri við hans góðu eiginkonu og fjölskyldu þeirra. Elsti sonur minn varð svo heppinn að komast til þeirra i sveit eins og kallað er mjög ungur og hefir hann verið þar sumarlangt s.l. sex sumur og litur hann ávallt á heimilið á Norður Fossi, sem sitt annað heimili. A hann frá þessum tima ógleymanlegar minningar um góðan tima og vil ég fyrir hans hönd þakka þér kæri vinur, fyrir allt, sem þti hefir gert fyrir drenginn og öll fallegu orðin, sem þU hafðir alltaf, þegar nafn hans bar á góma við mig. Þakkar hann af alhug fyrir það, að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast svo stórbrotnum höföingja og góðri eiginkonu hans og börnum þeirra og tengdabörnum. Við fráfall Sigursveins á Norður Fossier skarð fyrir skildi hér I sveit. Það skarð verður vandfyllt, en minningin lifir um góðan dreng. Mestur er þó missirinn fyrir konu hans og börn og votta ég og fjölskylda min þeim innilega samúð.
Matthias Gíslason
Afkomendur Sigursveins
aa Ólafur Sigursveinsson f. 20.3. 1940
ab *Óskírður drengur Sigursveinsson f. 28.12. 1941, d. sama dag
ac Jóhanna Sigursveinsdóttir f. 18.7. 1943
ad Sveinn Sigursveinsson f. 23.3. 1951
ada Sólveig Sveinsdóttir f. 10.8. 1984
adaa Pétur Sveinn Ívarsson f. 14.10. 2018
ae Sigurður Sigursveinsson f. 3.5. 1953
aea Ármann Ingi Sigurðsson f. 23.12. 1976
aeaa Katrín Lilja Egilsdóttir f. 2.4. 2008 (dóttir Matthildar, konu Ármanns Inga)
aeab Kjartan Ólafur Ármannsson f. 15.5. 2012
aeac Kristinn Kári Ármannsson f. 13.10.2015
aeb Sigursveinn Már Sigurðsson f. 15.2. 1980
aeba Sigurður Logi Sigursveinsson f. 19.8. 2006
aebb Sóley Margrét Sigursveinsdóttir f. 22.4. 2012
aebc Ólavía Rakel Sigursveinsdóttir f. 30.7. 2018
aec Jóhann Ólafur Sigurðsson f. 21.8. 1986
aeca Ingimar Bjartur Jóhannsson f. 7.8. 2011
aecb Unnar Þeyr Jóhannsson f. 25.6. 2017
af Runólfur Sigursveinsson f. 3.5. 1958
afa Dagný Jónasdóttir f. 26.10. 1974 (dóttir Ragnheiðar, konu Runólfs)
afb Jóhanna Runólfsdóttir f. 25.9. 1991
afba Salka Danielsdóttir f. 8.1. 2019
afc Guðrún Runólfsdóttir f. 2.9. 1994
afca Mikael Starkaj f. 21.1. 2016