Jóhanna – ævi og lífshlaup
Jóhanna Margrét frá Breiðabólstað á Síðu er þeim, sem kynntust henni minnistæður persónuleiki fyrir styrk og góða gerð. Hún var síung í anda, óvenju starfsöm alla tíð og afkastamikil, en hlédræg. Myndarskapur og kunnátta Jóhönnu til verka var viðbrugðið og handbragðið á handavinnu hennar frábært að smekkvísi.