Runólfur Sveinsson var fæddur 27. desember 1909, í Ásum í Skaftártungu. Þar bjuggu foreldrar hans Sveinn Sveinsson bóndi og kona hans Jóhanna Sigurðardóttir, en Sveinn var sonur séra Sveins Eiríkssonar, er var prestur í Ásum 1892—1907. Móðir Eiríks föður séra Sveins, var Sigríður dóttir læknisins og náttúrufræðingsins mikla Sveins Pálssonar.
Sveinn Sveinsson tók við búi í Ásum 1908, en hafði áður búið í Meðallandi og undir Eyjafjöllum, frá því að hann giftist 1903 Jóhönnu Sigurðardóttur frá Breiðabólstað á Síðu. Árið 1923 fluttu þau Sveinn og Jóhanna að Fossi í Mýrdal — urðu að vikja fyrir presti því að Ásar var prestssetur — og bjuggu þar þangað ti! þau brupðu búi 1950 og fluttu til Reykjavíkur.
Samhliða búskapnum á Fossi hafði Sveinn löngum einnig nokkur jarðarafnot og fjárbúskap og einskonar selstöðu í Ásum, þó að langt væri á milli.
Þau Sveinn og Jóhanna eignuðust 12 börn, 7 syni og 5 dætur. Runólfur Sveinsson ólst þannig upp á mannmörgu heimili og í Stórum hópi systkina. Þó að Sveinn Sveinsson væri dugandi bóndi og kona hans léti ekki sitt eftir liggja, má leiða að því líkur, að alls þurfti með á svo miklu barnaheimili. Þar við bættist í Ásum, að jörðin var í þjóðbraut við mikla umferð, var þar því ærin gestanauð og mikil fyrirgreiðsla.
Börnin í Ásum og á Fossi vöndust snemma á samhjálp og sjálfsbjörg jöfnum höndum. Þar var eigi sjálftekinn hlutur á þurru landi, og allir urðu að taka tillit til fleira en eigin þarfa og eigin vilja. Þetta mótaði Runólf frá barnæsku og skýrir þann þátt í fari hans, að þó að kapp væri nægilegt til að fylgja fram sínu máli, gat hann unnið hugheilt með mönnum sem voru að eínhverju leyti annarar skoðunar heldur en hann sjálfur. Eitt var málefnið, maðurinn annað, svo að fært gat verið að eiga samleið með fleirum heldur en þeim er ölíu gáfu jáyrði, er honum í hug datt. Þetta reyndi ég margsinnis, og við það eru einmitt bundnar beztu minningar mínar um samstarf og samvistir við Runólf Sveinsson, t. d. í Verkfæranefnd og í stjórn Norræna búfræðafélagsins, sem skólastjóra og sandgræðslustjóra, en þó fyrst og fremst sem mann, ungan í huga og skjótráðan, glaðan og reifan.
Runólfur gekk í Hvanneyrarskóla 1927—29, og síðar í Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar kandidatsprófi í búfræði vorið 1936. En á milli þeirra tveggja skóla stundaði Runólfur nám í Samvinnuskólanum einn vetur, vann með traktor í umferðavinnu, við jarðabætur í Mýrdalnum á sumrum og var á togara einá vetrarvertíð.
Samhliða uppeldinu heima, þar sem allar hendur urðu að iðja nokkuð, var Runólfur því vinnuvanur í bezta lagi og enginn einhliða bóknámsmaður er hann var
settur skólastjóri á Hvanneyri 8.september 1936 og skipaður í þá stöðu 1937. Skólastjórn á Hvanneyri hafði Runólfur á hendi til vorsins 1947.
Sem skólastjóri var Runólfur ástsæll af nemendum sínum, sem velflestir minntust hins unga skólastjóra engu síður sem félaga en sem yfirboðara. Fór þar vel saman félagslund, kennsla og stjórn. Þann fyrsta apríl 1947 var Runólfur skipaður sandgræðslustjóri. Flutti hann þá að Gunnarsholti á Rangárvöllum og tók sér bólfestu þar og síðar á nýbýlinu Akurhóli, er hann byggði skammt frá Gunnarsholti. Þar undi Runólfur vel hag sínum og gekk með hug og dug að verkum unz hann féll frá í fullu starfi fyrir Sandgræðsluna, og á verði í verkum sínum, þann 5. þessa mánaðar.
Hér er fljótt yfir starfssögu farið. Hin of skamma starfsævi Runólfs Sveinssonar skiptist þannig í tvö tímabil við ólík verkefni. En um hvort tveggja var það sameiginlegt, að það var vandi við að taka. Það var mikill vandi fyrir ungan búfræðikandidat nýútskrifaðan að setjast í sæti Halldórs Vilhjálmssonar á Hvanneyri. Og enn meiri vandi fyrir þær sakir, að tímarnir kröfðust breytinga. Runólfur lagði ódeisrur út í breytingarnar,
þær kostuðu áhlaup og þær kostuðu peninga, og tíðarandinn, sem krefst, er ekki alltaf jafn glöggskygn á hvað til þess þarf að gera hlutina. Fé og aðstaða, til að gera það sem gera þurfti, lá því ekki ailtaf á lausu, til umbóta á Hvann eyri, í skólastjóratíð Runólfs Sveinssonar. Það var líka vandi að taka við sandgræðslustjórastarfinu úr höndum brautryðjandans Gunnlaugs Kristmundssonar. Þar þurfti að halda vel á, og um leið þurfti líka að breyta um, í samræmi við breyttar aðstæður um tækni og fleira. Hvort tveggja tókst. Eins og kunnugt er var Páll bróðir Runólfs með honum í starfi, en hann hafði aflað sér fullkominnar menntunar í sandgræðslu og jarðverndun í Bandaríkjunum. Saman unnu þeir bræðurnir merkilegt starf og nýtt að rækta sandana stórum tökum, með glæsilegum árangri. Þess mun ætíð verða minnst í ræktunarsögunni, þótt enn nýrra kunni að taka við. Þó að Runólfur Sveinsson ynni nær hálft ævistarf sitt að jarðrækt, sem sandgræðslustjóri, og gengi þar rösklega að verki, vitum vér sem til þekkjum, að það var búfjárræktin, sem átti mest ítök í huga hans. Hann ræktaði sandana til þess að gera þá að búfjárhögum og töðutúnum, kom upp fyrsta votheysturninum á landi hér, kom upp mesta nautabúi landsins í Gunnarsholti, byggði nauiafjós að nýjum hætti o. s. frv. Á þessu sviði menntaði hann sig líka mest meðal annars í 11 mánaða námsför til Ameríku 1945—’46, og formaður tilraunaráðs búfjárræktar var hann um ; alllangt skeið. Um búfjárrækt ritaði Runólfur það merkasta sem eftir hann liggur á prenti, þó að lítt gæfi hann sér tíma til að fást við ritmennsku. í búfjárræktinni var Runólfur stórhuga, og átti fyrir þær sakir litla samleið með fjöldanum. En vinnugleðin var næg til þess að hann nýtti hinn minni kostinn ef hið meira fékkst “ekki. Hann vildi flytja inn ný búfjárkyn, en þegar það fékkst ekki hóf hann ótrauður að safna þeim sundurleita efnivið af útlendu holdakyni sem fyrirfannst í landinu.
Er það merkilegt verk, hvað sem síðar kann að spretta af hinni miklu tilraun hans með hjarðræktun nautpenings á sandgresjum Rangárvalla.
Runólfur Sveinsson kvæntist 1940 Valgerði Halldórsdóttur Vilhjálmssonar frá Hvanneyri. Hún var þá skólastjóri húsmæðra skólans á Laugalandi. Þau eignuðust 3 syni og er sá elzti nú 9
ára. Frú Valgerður var manni sínum samhent um um að móta þá heimilishætti að allir, bæði kunn ugir og ókunnugir, sem þau hjón sóttu heim hafa góðs að minnast frá heimili þeirra. Þegar Runólfur Sveinsson tók við starfi sandgræðslustjóra 1947 munu flestir hafa búizt við að hann settist að, sem hver annar „forstjóri” hér í Reykjavík. Mér er kunnugt um að frú Valgerður var bónda sínum í öllu samtaka um það að velja hinn kostinn að festa heldur heimili í Gunnarsholti, en það þakka ég Runólfi heitrtum í rauninni mest af öllu er greip inn í samskipti okkar í búnaðarmálum. Mér þótti og þykir enn, að það ‘ val þeirra hióna sé svo gleðilega merkilegt um starfshætti og fordæmi. Jafnframt því að Runólfur var hinn ágætasti heimilisfaðir, var hann mikill félagi og leikbróðir drengjanna sinna. Eiginkonan, synirnir ungu, hinir öldruðu foreldrar og mijrgu systkini hafa öll mikið mist, um það eru orð og fyrirbænir fánýtar. En þær eru bætur böls, að minnast góðs og drengilegs manns, er féll í blóma aldurs síns, á vettvangi lífs og starfs, óbeygður í þeirri sóknarstöðu er hann hafði valið sér. Þannig hugsum vér vinir og samstarfsmenn til Runólfs Sveinssonar.
Afkomendur Runólfs
fa Þórhallur Runólfsson f. 23.5. 1944
faa Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir f. 8.2. 1964
faaa Björn Þór Guðmundsson f. 28.9. 1987
faaaa Dagur Þór Björnsson Rist f. 1.1. 2013
faaab Hildur Birta Björnsdóttir Rist f. 23.6. 2016
faab Valþór Bjarki Guðmundsson f. 14.2. 1996
faac Snæþór Júlíus Guðmundsson f. 12.1. 2004
fab Runólfur Þórhallsson f. 5.7. 1968
faba Júlía Runólfsdóttir f. 12.7. 1993
fabaa Vakur Hugason f. 26.4. 2016
fabab Eyja Hugadóttir f. 25.1. 2019
fabb Þórhallur Runólfsson f. 21.10 2000
fac Sveinbjörn Þórhallsson f. 11.5.1974
faca Andri Snær Sveinbjörnsson f. 12.6. 2001
facb Harpa Rut Sveinbjörnsdóttir f. 27.3. 2006
facc Þórunn Ása Sveinbjörnsdóttir f. 10.12. 2008
fb Sveinn Runólfsson f. 28.4. 1946
fba Runólfur Sveinsson f. 21.1. 1978
fbb Páll Sveinsson f. 23.5. 1979
fbba Sveinn Pálsson f. 24.6. 2009
fbbb Sighvatur Gísli Pálsson f. 1.12. 2010
fbbc Oddný Bára Pálsdóttir f. 13.7.2012
fbbd Valgerður Sif Pálsdóttir f. 4.12. 2014
fbc Sæmundur Sveinsson f. 29.8. 1984
fbca Sigurður Ásgeir Sæmundsson f. 18.12. 2010
fbcb Ólafur Oddur Sæmundsson f. 5.3. 2013
fc Halldór Runólfsson f. 7.3. 1948
fca Arnar Halldórsson f. 22.8. 1967
fcaa Bjarki Arnarsson f. 13.7. 1991
fcaaa Baltasar Dan Bjarkason f. 27.7.2014
fcaab Ylfa Ýr Bjarkadóttir f. 2.8. 2016
fcab Fannar Arnarsson f. 11.5. 1993
fcac Hjalti Jósafat Arnarsson f. 19.6. 1995
fcad Halldór Arnarsson f. 19.6. 1995
fcb Freyr Halldórsson f. 8.11. 1972
fcc Birkir Halldórsson f. 10.5. 1975
fcca Róbert Fjölnir Birkisson f. 21.4. 1997
fccb Steinunn Erna Birkisdóttir f. 4.2. 2009
fccc Helgi Már Birkisson f. 29.5. 2011
fcd Íris Halldórsdóttir f. 25.1. 1979
fcda Einar Karl Kristinsson f. 9.9. 2009
fcdb Benjamín Steinn Kristinsson f. 18.2. 2012