Páll fæddist að Ásum í Skaftártungu 28.10. 1919, sonur Sveins Sveinssonar, bónda á Fossi í Mýrdal, og k.h., Jóhönnu Margrétar Sigurðardóttur. Meðal systkina Sveins voru Gísli alþingisforseti.Páll fæddist að Ásum í Skaftártungu 28.10. 1919, sonur Sveins Sveinssonar, bónda á Fossi í Mýrdal, og k.h., Jóhönnu Margrétar Sigurðardóttur. Meðal systkina Sveins voru Gísli alþingisforseti. Sigríður, amma Sveins, var dóttir Sveins Pálssonar náttúrufræðings í Vík og Þórunnar Bjarnadóttur, landlæknis Pálssonar, en móðir Þórunnar var Rannveig Skúladóttir landfógeta Magnússonar.
Páll lauk búfræðiprófi frá Hólum, stundaði framhaldsnám í Minnesota og Utah og lauk kandidatsprófi í beitarhagafræðum 1948.
Að loknu búfræðiprófi var Páll aðstoðarmaður Gunnlaugs Kristmundssonar, fyrsta sandgræðslustjórans, og síðan Runólfs, bróður síns, sem tók við starfinu 1947, en sonur hans er Sveinn landgræðslustjóri. Runólfur lést af slysförum 1954. Páll varð þá sandgræðslustjóri og síðan landgræðslustjóri 1965 og gegndi starfinu til dauðadags.
Páll var hugsjónamaður, búmaður og eljusamur, skapfastur en hjartahlýr og bóngóður. Í embættistíð hans var vörn snúið í sókn í landgræðslumálum. Hann vann að uppbyggingu á Grunnarsholtsbúinu, hafði samvinnu við bændur um uppgræðslu sanda og hóf notkun flugvéla við fræ- og áburðardreifingu.
Vart var stingandi strá í Gunnarsholti er þeir bræður, Runólfur og Páll, hófu þar ræktun og uppbygginu árið 1947. Þeir breyttu þar örfoka hraunbreiðum og svörtum söndum í iðgræn tún og langstærsta holdanauta- og fjárbú sem nokkurn tíma hefur verið starfrækt á Íslandi.
Þá vann Páll í samvinnu við bændur að uppgræðslu á Skógarsandi, Sólheimasandi og víða í Austur-Skaftafellssýslu. Hann hóf einnig notkun flugvéla við dreifingu fræs og áburðar í góðri samvinnu við flugmenn sem gáfu vinnu sína við þessi störf. Þegar landgræðsluvélin, Douglas DC 3, var tekin í notkun, 1973, þótti því við hæfi að hún bæri nafn hans.
Páll lést 14.7. 1972.
Afkomendur Páls
ma Jóhann Pálsson f. 5.3. 1949
maa Margrét Helga Jóhannsdóttir f. 16.8. 1977
maaa Daníel Ágúst Björnsson f. 21.6. 2000
maab Sindri Már Björnsson f. 4.2. 2003
maac Gabríel Dagur Gunnarsson f. 22.7. 2010
mab Berglind Inga Jóhannsdóttir f. 29.11. 1978
mac Bergur Ingimar Jóhannsson f. 28.4. 1994
mb Davíð Pálsson f. 27.2. 1963
mba Hildur Davíðsdóttir f. 3.7. 1999
mbb Ágúst Viðar Davíðsson f. 13.7. 2004
mc Páll Sveinbjörn Pálsson f. 1.1. 1971
mca Kristín Hrönn Pálsdóttir f. 24.3. 2002
mcb Gunnar Páll Pálsson f. 13.3. 2005