Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er dóttir Sigurðar Sigurðarsonar, snikkara (1834 – 1932) og Gyðríðar Ólafsdóttur, ljósmóður (1844 – 1943). Hýn er ein tíu systkyna sem upp komust.

Sigurður Sigurðson snikkari 1834-1932. Fæddur á Eintúnahálsi, eitt ellefu barna foreldra, tíu komust upp. Sigurður Jónsson faðir hans frumbyggi þar: „Með hæstu mönnum og að sama skapi þrekinn. Jötunmenni að burðum. Er hann gekk í kór í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri varð hann að skjóta sér á rönd til þess að reka ekki axlir í dyrastafi“

Gyðríður Ólafsdóttir ljósmóðir 1844-1943. Fædd á Syðri-Steinsmýri, ein fjórtán systkina, átta komust upp.

Systkyni Jóhönnu voru Margrét, Sigurður, Ólafur, Elín, Páll, Margrét, Gyðríður, Jóhanna Margrét, Jón, Jóhann, Erasmus, Gissur, Jón, Þuríður

Hér er að finna glærukynningu Sigurðar Sigurðsveinssonar frá 2. nóvember, 2019 um Börnin á Breiðabólsstað.

Nánar um systkini Jóhönnu Margrétar sem upp komust hér fyrir neðan: