Gyðríður Sveinsdóttir var fædd í Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum 13. apríl 1906. Foreldrar hennar voru Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, f. 21.10. 1879, d. 2.6. 1968, og Sveinn Sveinsson, f. 5.12. 1875, d. 14.1. 1965, bónda á Ásum í Skaftártungu. Þau hjónin ráku einnig búskap á Fossi í Mýrdal um árabil og eru kennd við þann bæ og fluttust þangað búferlum 1942, en fluttu til Reykjavíkur 1949 og bjuggu þar til æviloka. Gyðríður var þriðja elst af 15 systkinum, þrjú létust í frumbernsku, en fimm á fullorðinsaldri. Gyðríður lærði til ljósmóður og var ljósmóðir í Dyrhólahreppi 1932-37. Ráðskona á Bændaskólanum á Hvanneyri 1937-46. Við vefnaðarnám í Stokkhólmi frá 1946 og lauk námi sem vefnaðarkennari 1949. Að námi loknu setti hún upp vefstofu ásamt Ingunni systur sinni, sem þær starfræktu í nokkur ár. Starfaði hjá Guðmundi Arasyni systursyni sínum í þvottahúsinu Fönn frá því að það var stofnað, þar til hún hætti sökum aldurs. Hún var virk félagskona í Kvenfélagi Dómkirkjunnar í mörg ár. Útför Gyðríðar hefur farið fram.