Guðmundur Sveinsson var fæddur að Ásum í Skaftártungu 5. maí 1918. Hann lést á sjúkrahúsi í Las Vegas, Bandaríkjunum, hinn 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sveinsson bóndi að Ásum og síðar Norður-Fossi í Mýrdal, f. 5. desember 1875 á Hörgsdal í Síðu, d. 14. janúar 1965, og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, f. 21. október 1879 á Breiðabólsstað á Síðu, d. 2. júní 1968. Gumundur átti ellefu systkini er náðu fullorðins aldri, sex þeirra eru nú látin. Þau voru Sigursveinn, Gyðríður, Runólfur, Kjartan, Sveinn og Páll. Eftirlifandi eru Guðríður, Róshildur, Ingunn, Sigríður og Gísli.

Guðmundur fór ungur á Alþýðuskólann í Reykholti, vann síðar á Hvanneyri hjá bróður sínum Runólfi skólastjóra og síðar í vélsmiðjunni Héðni. Árið 1941 fór hann í nám í vélvirkjun í Minneapolis. Að því loknu vann hann hjá bandarísku verktakafyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Árið 1953 fór hann til vinnu hjá bandaríska ríkinu á Marshalleyjum í Kyrrahafinu og var þar við kjarnorkutilraunir í tvö og hálft ár. Síðan stjórnaði hann vinnubúðum hjá sömu aðilum í Nevada-eyðimörkinni þar til hann hætti störfum sökum aldurs 1980.

Guðmundur Sveinsson var fæddur að Ásum í Skaftártungu 5. maí 1918. Hann lést á sjúkrahúsi í Las Vegas, Bandaríkjunum, hinn 13. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sveinsson bóndi að Ásum og síðar Norður-Fossi í Mýrdal, f. 5. desember 1875 á Hörgsdal í Síðu, d. 14. janúar 1965, og Jóhanna Margrét
Sigurðardóttir, f. 21. október 1879 á Breiðabólsstað á Síðu, d. 2. júní 1968. Gumundur átti ellefu systkini er náðu fullorðins aldri, sex þeirra eru nú látin. Þau voru Sigursveinn, Gyðríður, Runólfur, Kjartan, Sveinn og Páll. Eftirlifandi eru Guðríður, Róshildur, Ingunn, Sigríður og Gísli.

Guðmundur fór ungur á Alþýðuskólann í Reykholti, vann síðar á Hvanneyri hjá bróður sínum Runólfi skólastjóra og síðar í vélsmiðjunni Héðni. Árið 1941 fór hann í nám í vélvirkjun í Minneapolis. Að því loknu vann hann hjá bandarísku verktakafyrirtæki á Keflayíkurflugvelli. Árið 1953 fór hann til vinnu hjá bandaríska ríkinu á Marshalleyjum í Kyrrahafinu
og var þar við kjarnorkutilraunir í tvö og hálft ár. Síðan stjórnaði hann vinnubúðum hjá sömu aðilum í Nevadaeyðimörkinni þar til hann hætti störfum sökum aldurs 1980.

Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskapellunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

í dag er kvaddur hinstu kveðju frændi okkar og kær vinur Guðmundur Sveinsson, stundum kallaður Jimmy. Að leiðarlokum viljum við í Gunnarsholti þakka Guðmundi fyrir einstaka tryggð og frændrækni. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg liðinna ára. Margt ber að þakka en þó fremur öðru einstaklega ánægjuleg samskipti og samverustundir sem
aldrei bar skugga á. Efst í huga okkar er söknuður er við minnumst hjartfólgins frænda. Frá fyrstu kynnum hvers og eins í Gunnarsholti var Guðmundur alltaf sami hæglætis maðurinn,
elskulegur, prúður og einstaklega hjartahlýr. Guðmundi virtist einkar auðvelt að setja sig inn í hugarheim ungra sem aldinna. Hann var afar félagslyndur og kallaði fram hið jákvæða í fari fólks. Frá honum stafaði innri hlýja sem laðaði að sér fólk á öllum aldri. Á síðustu árum kom hann eins og farfuglarnir á vorin og hvarf svo á haustin til hlýrri heimkynna. Hann var yndislegur vorboði, mikill náttúruunnandi, sérstaklega var það hátterni fuglanna sem heillaði hann. Guðmundur ferðaðist víða um heim í náttúruskoðunarferðum og það var einstaklega fróðlegt að heyra hann lýsa menningu og náttúru hinna ýmsu heimshorna. Ungur leitaði hann mennta í Bandaríkjunum og örlögin höguðu því svo að þar ílentist hann við margvísleg störf er tengdust kjarnorkurannsóknum bandarísku ríkisstjórnarinnar. Við fundum þó glöggt að hugur Guðmundar var ávallt tengdur Skaftafellssýslunni og lífsbaráttu fólksins
þar. Guðmundur var einstaklega hógvær maður og jákvæður. Aldrei heyrðist hann hallmæla nokkrum manni.

Fjölskylda, ættingjar og vinir kveðja Guðmund með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann svo lengi.
Við yljum okkur við minninguna um góðan dreng og faðmlögin hans.


Oddný, Sveinn og synir, Gunnarsholti.

Elskulegur ömmubróðir minn, Guðmundur Sveinsson, er nú látinn áttræður að aldri. Hann var einn tólf systkina sem upp komust og hafa þau verið mér góðar fyrirmyndir. Kjarkmikíð, duglegt og ákveðið fólk með fastmótaðar skoðanir en umfram allt ákaflega hlýtt og innilegt. Eg hef alla tíð verið hreykin af því að vera af Sveinsættinni. Rúmlega tvítugur að
aldri fór Guðmundur til Bandaríkjanna til móðurbróður síns, Jóns Sigurðssonar, og lagði þar stund á vélfræði. Hann settist að þar ytra og bjó lengst af í Las Vegas. Um sextugt fór Guðmundur á eftirlaun og gafst honum þá tóm til að sinna áhugamálum sínum, sem tengdust náttúruskoðun af ýmsu tæi. Hann fór viða um heiminn meðan heilsan
leyfði, meðal annars til Afríku, Galapagoseyja, Svalbarða og á Suðurpólinn. Seinni árin kom hann til íslands á hverju sumri og gafst okkur fjölskyldunni þá gott tækifæri til að
kynnast honum. Hann var mikið prúðmenni, Ijúfur, hógvær en þó með skoðanir á hlutunum. Alltaf fann ég fyrir miklum áhuga á okkur ættingjunum og var hann óspar
á hrósyrði í minn garð þegar við hittumst. Faðir minn, Sveinbjörn Benediktsson, og hann áttu margt sameiginlegt. Eitt af því var áhugi á fuglaskoðun og fóru þeir marga ferðina saman og nutu fegurðar íslenskrar náttúru. Faðir minn lést fyrir hálfu öðru ári. Ég vissi að Guðmundur syrgði hann mjög. Nú er frændi minn lagður upp í sína hinstu ferð. Ég veit að á áfangastað verður tekið vel á móti honum.

Blessuð sé minning hans.
Hlín Sveinbjörnsdóttir.

mca     Kristín Hrönn Pálsdóttir f. 24.3. 2002

mcb     Gunnar Páll Pálsson f. 13.3. 2005