Sveinn var af skaftfellskum ættum, fæddur 16. apríl 1917 í Eystri-Ásum í Skaftártungu. For eldrar hans voru Jóhanna Margrét Sigurðardóttir frá Breiðabólstað á Síðu og Sveinn Sveinsson frá Hörgsdal. Hann var ellefti í röð inni af fimmtán börnum þeirra hjóna, og eru átta á lífi. Sex ára gamall fluttist Sveinn með foreld rum sínum og systkinum að Norður-Fossi í Mýrdal, og átti þar sín uppvaxtarár. Börn þessara tíma urðu snemma að taka til hendinni við lífsbjörg fjölskyldunn ar, og var Sveinn þar ekki eftirbát ur. En hugur hans stefndi til menntunar, og með dugnaði og sparsemi gat hann kostað sig til náms, og tvítugur lauk hann námi frá Laugarvatni og átta árum síðar frá Samvinnuskólanum. Að loknu námi, hélt hann aftur á heimaslóð ir, og gerðist kaupfélagsstjóri á Kirkjubæjarklaustri. Þar varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast móðursystur minni Pál hönnu Magnúsdóttur frá Orustu stöðum á Brunasandi, sem var reiðubúin að feta með honum lífsbrautina. Þau giftu sig 29. júlí 1950, og stofnuðu heimili í Barmahlíð 35 í Reykjavík. Þar fæddust þeim þrjú börn, elst er Jóhanna Margrét, f. 1957, gift Böðvari Hermannssyni og búa þau í Hafnarfirði, næstur er Sveinn, f. 1953, kvæntur Súsönnu Ollý Skaftadóttur og búa þau í Reykjavík, og yngst er Katrín Sig urlaug, f. 1957, gift Rafael Bruna og búa þau á Spáni. Barnabörnin eru sex og eitt barnabarnabarn.

Eftir að Sveinn fluttist til Reykjavíkur starfaði hann lengi hjá Sambandinu, en síðustu starfs ár sín var hann hjá Húsasmiðj unni, þar til hann hætti störfum fyrir fimm árum vegna heilsubrests.

Sveinn bjó við einstaka heimilis hamingju, hann átti elskulega og örláta eiginkonu, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu, og annaðist hann af ástúð í veikindum hans, uns yfir lauk. Börnum sínum var hann ástríkur faðir, og barnabörn unum gaf hann dýrmætar sam verustundir.

Á heimili þeirra var oft gest kvæmt, bæði áttu þau mörg systk ini og vinahópurinn var stór, öllum var tekið opnum örmum og veitt af höfðingsskap og örlæti. Ég undirrituð fór ekki varhluta af velgjörðum þeirra, það var til hlökkun í bernsku að heimsækja þau, seinna var ég svo heppin að fá að búa hjá þeim þegar ég stund aði nám í Reykjavík, og njóta at lætis hans. Ég minnist margra stunda með Sveini, hvort heldur þar var grín og gamansemi, eða alvörumálin rædd. Samræðurnar voru oft hressilegar og hlegið hátt. Hann var hreinskiptinn, fastur í skoðunum, víðlesinn og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar.

Margar myndir í minningunum laða fram bros, og orna manni á ókomnum árum.

Nú á kveðjustund vil ég þakka honum af alhug, fyrir allt sem hann gerði fyrir mig, og allt sem hann var mér. Samfylgd hans var dýrmæt.

Elsku frænka mín, Jóhanna, Sveinn og Katrín, ég bið Guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Öll um öðrum ástvinum sendi ég inni legar samúðarkveðjur.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi.

Hafðu þökk fyrir allt og allt.

(V. Br.) Esther Jakobsdóttir

Afkomendur Sveins

Jóhanna Margrét Sveinsdóttir f. 31.3. 1951

kaa      Magnús Jón Áskelsson f. 4.11. 1969

kaaa     Sveinn Benóný Magnússon f. 14.6. 1988

kaaaa   Rakel Sara Sveinsdóttir Berg f. 23.5. 2007

kaaab   Brynjar Logi Sveinsson f. 22.9. 2011

kaab    Áskell Magnússon f. 17.7. 1991

kaac     Jóhanna Margrét Magnúsdóttir f. 7.12. 1994

kaad    Árný Magnúsdóttir f. 6.6. 1996

kab      Herdís Hanna Böðvarsdóttir f. 13.2. 1980

kaba    Sindri Freyr Sigurðsson f. 28.1. 1998

kabb    Katrín Sól Sigurðardóttir f. 11.12. 2000

kabc    Ragna Lára Sigurðardóttir f. 6.1. 2003

kabd    Grétar Bergur Orrason f. 19.10. 2007

kabe    Aron Orrason f. 15.3. 2015

kabf    Arnór Orrason f. 15.3. 2015

kac      Ragnar Böðvarsson f. 13.1. 1986

kaca     Böðvar Snær Ragnarsson f. 17.9. 2007

kacb    Aðalheiður Viktoría Ragnarsdóttir f. 31.7. 2011

kb        Sveinn Sveinsson f. 22.8. 1953

kba      *Sveinn Skafti Sveinsson f. 4.9. 1974, d. 5.8. 2002

kbb      Guðmundur Sveinsson f. 1.12. 1979

kbba    Brynjar Már Guðmundsson f. 1.8. 2005

kbbb    Elma Björg Guðmundsdóttir f. 13.4. 2009

kbc      Íris Björk Sveinsdóttir f. 11.7. 1983

kc        Katrín Sigurlaug Sveinsdóttir f. 19.3. 1957